199514309-1
top of page

VEITINGASTAÐIR

Hér finnur þú upplýsingar um veitingastaði sem bjóða upp á norðlenskar afurðir á sínum matseðli.

vogafjos3.jpg

Ferskur matur og upplifun

Fjölskyldurekinn veitingastaður sem býður upp á fjölbreyttan og ferskan mat úr gæðahráefni beint frá býlinu eða úr nærumhverfinu. Hangikjöt, heimagerða osta, hverabrauð, reyktan silung eða kjöt frá búinu er nauðsynlegt að smakka.

Kíktu á kýrnar í gegnum gluggann yfir góðum kaffibolla og heimabakaðri kökusneið með þeyttum rjóma!

 


www.vogafjosfarmresort.is 

Vogafjós

ki%C3%B0agil_edited.jpg

Kiðagil hefur í áraraðir nýtt staðbundin matvæli  í sinni matargerð. Villt bleikja úr Svartárvatni og jurtakryddað lambakjöt úr Bárðardal ásamt reyktum silungi eru vinsælir réttir á matseðli. Íslenskt grænmeti frá Hveravöllum, heimagerðar sultur og heimabakað brauð. 

 

Í Kiðagili er bárðdælski drykkurinn grasöl á boðstólnum!

ATH lokað yfir vetrartímann.

www.kidagil.is

Kiðagil

Hefur þú smakkað grasöl?

Dalakofinn3.jpg

Fjölbreytt úrval á fjölskylduvænum matseðli, meðal annars alvöru íslensk kjötsúpa og gratíneraður plokkfiskur að hætti hússins. Hamborgararnir eru af nautgripum frá Vallakoti í Reykjadal og á sumrin er fersk bleikja úr Vestmannsvatni.

 

Ljúffengar pizzur bakaðar frá grunni eftir uppskrift hússins.

www.dalakofinn.is

Dalakofinn

Kjöt beint frá býli

MyfluganPizza.jpg

Daddi‘s pizza er lítill, fjölskyldurekinn pizzustaður í Mývatnssveit. Hráefni úr nágrenninu er notað þegar kostur er sem skilar sér í einstaklega ljúffengum bökum. Hefur þú smakkað pizzu með reyktum silungi, furuhnetum og rjómaosti?

www.daddispizza.com

Daddi's Pizza

Pizza með mývetnsku ívafi

skutais.jpg

Ísinn er handgerður af Auði Filippusdóttur á Skútustöðum og leggur hún áherslu á að hann sé sem ferskastur. Hún notar því mjólk beint frá bænum ásamt gæðahráefnum frá Ítalíu. Ísbúðin opnaði árið 2019 og hefur vakið mikla lukku. 15 ljúffengar bragðtegundir, hver finnst þér bestur?

Fylgdu Skúta-ís á facebook

Skúta-ís

Ís frá mjólkurbúinu á Skútustöðum

jardbodin.jpg

Gestir Jarðbaðanna geta sest niður fyrir eða eftir bað og notið léttra veitinga. Á hverjum degi er súpa dagsins ásamt nýbökuðu brauði, nýgerðum samlokum, fersku salati í boxum og hverabrauði með reyktum silungi frá Litlu sveitabúðinni.


 

www.myvatnnaturebaths.is

Kaffi Kvika

Alltaf rúgbrauð og reyktur silungur!

icelandair.jpg

Nútímalegur veitingastaður þar sem áhersla er lögð á gæða hráefni úr nærumhverfi. Njóttu veitinga og drykkja í þægilegu andrúmslofti.

Boðið er upp á morgunverð, drykki og kvöldverð ásamt barsnarli.


 

www.icelandairhotels.com

Mylla Restaurant

Hráefni úr nærumhverfi

kaffiborgir2.jpg

Lamba- og geitakjöt frá Kálfaströnd. Nautakjöt frá góðum nágrönnum á Gautlöndum og villtur silungur úr Vestmannsvatni og Haukamýri. Fjölbreyttur matseðill úr úrvals hráefni með einstakt útsýni yfir Mývatnssveit. Kjötsúpa og nýbakað hverabrauð alla daga.

www.kaffiborgir.is

Kaffi Borgir

Ekta íslensk kjötsúpa

113364222.jpg

Á Fosshótel Mývatni má finna frábæran veitingastað þar sem matseldin einkennist af íslenskum gæðahráefnum úr héraði og stórir gluggar veitingahússins bjóða upp á einstaklega fallegt útsýni yfir Mývatn og nágrenni.

www.islandshotel.is

Fosshótel Mývatn

Upplifun með útsýni

Skútinn salur 1-selhotel.JPG

Fjölskyldurekinn staður þar sem leitast er við að skapa heimilislegt andrúmsloft og tengingu við nágrennið. Fjölbreyttur matur í boði svo sem silungur og lamb úr héraði, ís frá Skútaís og hverabakað rúgbrauð með reyktum silungi frá Reykhúsinu að Skútustöðum.

Rómaðar stökkar súrdeigs pizzur beint úr steinofninum, hamborgarar og léttir réttir ásamt skemmtilegum barnamatseðli. 

www.myvatn.is

Bistro-Sel

Skútustöðum

fjallakaffi.jpg

Í Möðrudal er lögð áhersla á gott hráefni og uppistaðan í réttum matseðilsins kemur beint frá býlinu sjálfu eða úr nágrenninu. Á kvöldin er boðið upp á lambasteikur, hangikjöt, silung, fjallagrasamjólk, rabbabaraböku og ýmislegt fleira.

Yfir daginn er hægt að fá sér kjötsúpu með heimabökuðu fjallagrasabrauði eða heimsins bestu hjónabandssælu, ástarpunga og kleinur með kaffibollanum.


 

www.fjalladyrd.is

Heimabakað og þjóðlegt

Fjallakaffi

image4503-1200x500.jpg

Á Eldey eru gæði og ferskleiki í fyrirrúmi og lögð áhersla á að elda úr úrvals hráefnum frá bændum í nágrenninu.

Silungurinn kemur frá Húsavík og kjötið úr sveitum Norðurlands eystra.

 

Grænmeti og ávextir koma frá jarðvarma gróðurhúsum á Hveravöllum og Vallarnesi á Austurlandi sem er einungis með lífræna ræktun.

www.hotellaxa.is

Eldey Restaurant

​Ógleymanleg kvöldstund

1576058007-dji_0037_moment.jpg

Á stöng er boðið upp á lambakjöt úr eigin ræktun og einstakan pönnusteiktan silung úr héraði. Ferskt grænmetið er ræktað á Stöng og Hveravöllum.

Njóttu matarins með útsýni yfir vel gróna og fallega sveit. 

www.stong.is

Hráefni úr næsta nágrenni

Stöng

goðafoss.jpg

Goðafoss Café er notalegt kaffihús með stórbrotnu útsýni.

Njóttu veitinga á meðan þú horfir á einn glæsilegasta foss landsins, Goðafoss.

Soðið brauð með reyktum silungi úr Svartárkoti, innsta bæ í Bárðardal, slær alltaf í gegn! 

Kaffihús með útsýni

Goðafoss Café

gamli baukur.jpg

Frá hádegi til kvölds er hægt að ganga að vinalegri stemningu og afslöppuðu andrúmslofti í Gamla Bænum.

Boðið er upp á létta og ljúffenga rétti og kaffiveitingar.

Við tökum vel á móti þér í Gamla Bæinn.

Gamli Bærinn á Facebook

Ekta íslensk sveitakrá

Gamli Bærinn

bottom of page